Staðgengill prests

Þann 1. janúar 2019 mun sr. Þórey Guðmundsdóttir taka við hlutverki staðgengils sóknarprests í fjarveru sr. Ragnheiðar Karítasar Pétursdóttur. Hlutverk Þóreyjar verður að sinna sáluhjálp og mun starfið fara að mestu í gegnum síma. Þórey mun sinna þessu veigamikla hlutverki fram að ráðningu nýs sóknarprests. Þórey tekur við símtölum milli kl. 10.00 – 11.00 mánudaga – fimmtudaga. Viljum við hvetja ykkur sem þurfa á stuðningi prests að halda að hafa samband við Þórey í síma +47 913 12 901. Þessi þjónusta verður í boði frá og með 7. janúar 2019.