Ráðning ný sóknarprests

Fyrir dyrum stendur leit að nýjum sóknarprest fyrir Íslenska söfnuðinn í Noregi. Við leitum eftir einstaklingi sem gæddur er þeim eiginleikum að vera fullur starfsorku, hafi reynslu af kirkjulegu starfi, reynslu af stjórnun, með góða skipulagshæfileika, jákvæðni og mikla færni í mannlegum samskiptum. Við metum mikils frumkvæði og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum en jafnframt krefjandi aðstæðum.

 

Stjórn Íslenska safnaðarins vinnur náið með Biskupsstofu Íslands að ráðningu nýs prests og er reiknað með að af ráðningu verði fyrir páska og að nýr prestur hefji störf ekki seinna en 1. ágúst 2019.

 

Að velja úr hæfasta einstaklinginn verður ærið vekefni en ætlun okkar er sú að hæfustu umsækjendurnir fái tækifæri til að láta ljós sitt skína með því að m.a. að þjóna fyrir altari í guðsþjónustu í Nordberg kirkju. Við í stjórn safnaðarins viljum deila þessari vinnu með safnaðarmeðlimum og væntum góðrar þátttöku, sem búsettir eru í Ósló og nágrenni, og brennið fyrir jákvæðu og uppbyggilegu safnaðarstarfi. Við hvetjum ykkur til að mæta til þessarra guðsþjónusta, sem verða auglýstar sérstaklega þegar þar að kemur, og taka virkan þátt í ráðningarferlinu ásamt valnefnd sem skipuð verður af stjórn safnaðarins í samvinnu við Biskupsstofu. Þetta verður án efa spennandi verkefni og væntum við þess að með dyggri hjálp ykkar þá verði sá hæfasti ráðinn til starfans.