Ný persónuverndarlög (GDPR) tóku gildi frá 1. júlí 2018

Þann 22. júlí 2018 gekk í gildi ný reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd (GDPR) og varð að norskum lögum. Þessi reglugerð kom í stað eldri laga og reglna um persónuvernd og verndun persónuupplýsinga. Með nýrri reglugerð er sú nýlunda að allir meðlimir Íslenska safnaðarins í Noregi eiga rétt á að vita hvernig söfnuðurinn meðhöndlar persónuupplýsingar safnaðarmeðlima.

 

Íslenski söfnuðurinn í Noregi hefur ávallt lagt metnað sinn í að verja persónuupplýsingar meðlima sinna. Svo tryggja megi meðferð upplýsinganna þá höfum við tekið í notkun reglur um meðferð þeirra í samræmi við nýja lagasetningu.

 

Kvikni spurningar er þér velkomið að hafa samband við skrifstofu safnaðarins, senda tölvupóst á formadur@kirkjan.no eða hringja í +47 450 79 733.