Messa verður í Nordberg kirkju, sunnudaginn 7.maí kl.14:00. Ískórinn syngur undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar. Prestar eru sr.Ragnheiður Karítas Pétursdóttir og sr.Lilja Kristin Þorsteinsdóttir. Sunnudagskólinn verður á sínum stað. Að þessu sinni er það Gróa Hreinsdóttir sem leiðir stundina, með musik, söng og sögum. Ad lokinni samverustund er öllum kirkjugestum boðið að þigga kaffiveitingar og hvattir til að mæta á aðalfund safnaðarins.

Framhaldsaðalfundur Íslenska safnaðarins í Noregi

Þar sem ekki náðist að ljúka við kosningar í nefndir og liðinn önnur mál á aðalfundi safnaðarins þann 6. maí síðastliðinn
verður honum haldið áfram þann 29. maínæstkomandi.
Fundurinn verður klukkan 18:30 – 20:30, i Ólafíustofu
Pilestredet Park 20, 0176 Oslo, Norway
Allir meðlimir safnaðarins eru hjartanlega velkomnir.
Af þeim fundi loknum verða birtar niðurstöður fundanna.