Vorferð 60+

Vorferd 60+ verður farin Þridjudaginn 22. mai. Áfangastaðir eru Heddal i Telemark og Larvik. I Heddal munum við skoða stærstu stafkirkju Noregs, af því loknu er ferðinni heitið til Larvik. Í Larvik munum við sækja heim að Hedrum sr. Þóri Jökul Þorsteinsson sem þar býr og starfar sem prestur í norsku kirkjunni.
Þáttökugjaldi er leitast við að halda í lágmarki og er kr. 200 fyrir manninn. Að öðru leyti mun söfnuðurinn niðrgreiða ferðakostnaðinn. Lagt verdur af stað frá Ólafíustofu, Pilestrede Park 20 kl. 09.30. , stundvíslega. Áætlað er að koma til baka á milli kl. 20.00 og 21.00. Látið gjarnan vita um þáttöku á fundinum 3. mai. Einnig er hægt að hafa samband við sr.Lilju Kristínu í síma 45638846, Snorra í síma 91723271 eða Ingu á skrifstofunni í síma 22360140.
Þeir sem enn eru ekki orðnir 60 ára, eru hjartanlega velkomnir líka. Við ætlum að gera okkur glaðan dag og þetta verður án efa skemmtileg ferð. Skelltu þér með!! 🙂