Alþjóðleg messa verður haldin í Nordberg kirkju sunnudaginn 21.mai kl.11:00

Þær þjóðir sem halda guðsþjónustur sínar í Nordberg kirkju koma saman og fagna fjölbreytileika kristinna safnaða. 

Messan fer að mestu leyti fram á ensku, en fyrirbænir og söngvar eru flutt á fjölda tungumála.  Meðal þáttakenda er sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir og Ískórinn undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar. Kristin Stang Meløe sóknarprestur leiðir stundina. Organisti er Ole Johannes Kosberg.  Tekið verður samskot sem mun ganga til “NMS”- Norsk missjon selskab.

Að lokinni messu er kirkjugestum boðið að þiggja kaffiveitingar sem eru að þessu sinni i umsjón afríska safnaðarins, Oromo.