Hátíðarmessa verður á annan páskadag kl.14 í Nordberg kirkju í Osló.  Ískórinn leiðir sálma og messusvör undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar.  Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn og páskaeggjaleit verður með sr.Lilju Kristínu Þorsteinsdóttur.  Að lokinni messu eru allir  hjartanlega velkomnir í kirkjukaffið sem er í umsjá Íslendingafélagsins. Eigum saman góða og fögnum sigri lífsins.