Aðventumessa og jólatrésskemmtun í Skjold kirkju í Bergen 3. desember kl. 14

torgallmenningen-jul-hovedAðventumessa verður í Skjoldkirke, Skjoldlia 55, 5236 Bergen næstkomandi laugardag, 3. desember kl 14:00. Sóknarprestur íslensku kirkjunnar, sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttar þjónar fyrir altari. Söngstjóri er Tanja Johansen, Rebekka Ingibjartsdóttir spilar á fiðlu og Gróa Hreinsdóttir spilar undir á orgel.

Jólasunnudagaskólinn verður á sínum stað í umsjón Gígju Guðbrandsdóttur og Ólafar Halldóru Þórarinsdóttur þar sem verður sungið og sögð jólasaga og fleira skemmtilegt fyrir yngstu kynslóðina. Fermingarbörnin tendra ljósin á aðventukransinum og aðstoða í helgihaldinu.

Að messu lokinni verður kirkjukaffi og jólatréskemmtun í safnaðarheimilinu. Íslendingafélagið í Bergen sér um kaffi og saft, en gestir eru beðnir um að leggja veitingar á kaffiborðið.

Aðventuhátíð Íslendinga í Bergen og nágrenni er hátíðleg og skemmtileg stund þar sem íslensk jólastemming vaknar í hjörtum fólks. Verið hjartanlega velkomin !