Aðventuhátíð í Osló 27. nóvember kl. 13 í Høvik kirkju

Aðventuhátíð fyrir Oslóarsvæðið veadventrður haldin í Høvik kirkju, Sandviksveien 11, 1363 Sandvika, fyrsta sunnudag í aðventu (27.nóvember) kl.13. Listanefnd safnaðarins hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá með stórsöngvurum, Ískórnum, sönghópnum Laffa og strengjasveit. Klassískar tónlistarperlur fylla dagskrána í flutningi einsöngvaranna Kolbeins Jóns Ketilssonar tenórs og Margrétar Brynjarsdóttur mezzosópran. Þröstur Eiríksson kantor mun leika á orgelið. Konsertmeistari er Hjörleifur Valsson.

Formaður safnaðarins Arnar Páll Michelsen setur hátíðina að venju með ávarpi. Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir sóknarprestur íslensku kirkjunnar flytur hátíðarræðu.

Fermingarbörnin tendra fyrsta kertið á aðventukransinum  og sunnudagaskólinn og krakkahornið verður á sínum stað fyrir yngstu börnin þar sem sögð verður jólasaga. Jólaföndurhorn og leikir í boði fyrir krakkana.

Að venju sér Íslendingafélagið um kirkjukaffi á eftir í safnaðarheimilinu.

Takið fyrsta sunnudag í aðventu frá, sunnudaginn 27.nóvember kl.13.

Verið hjartanlega velkomin.

Listanefnd Íslenska safnaðarins í Noregi