Guðsþjónusta í Nordberg kirkju 4.október kl.14

50480989_a229253989_mGuðsþjónusta verður í Nordberg kirkju sunnudaginn 4.október kl.14. Nýr sendiherra Íslands í Noregi Hermann Ingólfsson verður sérstaklega boðinn velkominn ásamt fjölskyldu sinni og mun ávarpa kirkjugesti. Arnar Páll Michelsen formaður safnaðarstjórnar og Einar Helgason gjaldkeri lesa ritningarlestra. Ískórinn syngur og leiðir sálmasöng undir stjórn Gísla Grétarssonar. Hjálmar Sigurbjörnsson leikur á trompet. Organisti er Ole Johannes Kosberg. Fermingarbörn mæta og aðstoða við messuhaldið. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Kaffi  og spjall efitr messuna. Verið hjartanlega velkomin.