Sr. Egil Nordberg sóknarprestur í Nordberg kirkju lætur af störfum

IMG_8292Sr. Egil Nordberg lætur af embætti sóknarprests í Nordberg söfnuði í Oslo, sökum aldurs.  Í um 15 ára skeið hefur Íslenski söfnuðurinn átt sinn griðarstað í Nordberg kirkju þar sem guðsþjónustur og sunnudagaskóli hafa fengið inni. Egil var um árabil prestur meðal norðmanna í London og hefur því haft mikinn skilning og þekkingu á kirkjustarfi í útlöndum og eru nú þrír erlendir söfnuðir með fastar guðsþjónustur í kirkjunni. Í kveðjumessu hans þann 20. september færði sr. Arna Grétarsdóttir honum  Biblíu á íslensku að gjöf fyrir hönd safnaðarins ásamt Passíusálmum Hallgríms Péturssonar sem þýddir voru yfir á norsku af Arve Brunvoll árið 2014. Söfnuðurinn þakkar farsælt samstarf um árabil og sérstaklega fyrir hlýhug, hjálpsemi og gestrisni sem Egil Nordberg hefur sýnt söfnuðinum og biðjum honum blessunar Guðs um alla framtíð.