Fermingarmessa í Seltjarnarneskirkju

Ferming + Ìsland 2010 086Á vegum Íslenska safnaðarins í Noregi verður messa í Seltjarnarneskirkju n.k sunnudag kl. 11. Þetta er árleg messa þar sem íslensk fermingarbörn búsett í Noregi eru fermd.  Í ár verða fermd 22 börn í messunni.

Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir sálmasöng og messusvör. Glúmur Gylfason leikur á orgel. Gengið verður til altaris. Sr. Arna Grétarsdóttir og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjóna fyrir altari.  Messan er öllum opin.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju.