17. júní hátíðarhöld sunnudaginn 14.júní

slenski_fninn______jpg_800x800_sharpen_q9517. júní hátíðarhöld Íslenska safnaðarins og Íslendingafélagsins í Osló verða haldin sunnudaginn 14. júní í Nordberg kirkju í Oslo.

Hátíðarhöldin hefjast með hátíðarhelgistund í Nordberg kirkju kl.14.  Ískórinn syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Guðbjörg Magnúsdóttir syngur einsöng og við píanóið og orgelið situr Ole Johannes Kosberg.

Hátíðarræðu flytur formaður Íslendingafélagsins í Osló, María Matthíasdóttir og fjallkona er Elín Theódóra Alfredsdóttir.

Lúðrasveitin verður á sínum stað og leiðir skrúðgöngu.

Það verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað með hoppukastala, andlitsmálun fyrir börnin og þau sem vilja geta farið á hestbak.

Verið hjartanlega velkomin.