Vorhátíð sunnudagaskólans í Bergen og messa, sunnudaginn 31. maí kl. 14

Síðasti sunnuSkjold_THdagaskóli vetrarins verður í Skjold kirkju, Skjoldlia 55, 5236 Bergen, sunnudaginn 31. maí kl. 14:00. Á sama tíma verður fermingarmessa í kirkjunni, prestur er sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir. Sönghópurinn í Bergen leiðir sönginn.
Á eftir verður árleg vorhátíð Sunnudagaskólans sem er öllum opin og kirkjugestir beðnir um að leggja eitthvað til á veisluborðið (t.d.salat, köku, brauð eða ávexti). Vonandi viðrar vel og við getum grillað úti, pylsur verða í boði safnaðarins.

Verið öll hjartanlega velkomin !