Messa í Nordberg kirkju annan hvítasunnudag

Ferming + Ìsland 2010 086Hátíðleg messa verður annan hvítasunnudag 25.maí kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló. Ískórinn syngur og leiðir messusvör undir styrkri stjórn Gísla J. Grétarssonar. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og organisti er Ole Johannes Kosberg.

Fermt verður í messunni eins og venja er hjá söfnuðinum þennan dag og lesa fermingarbörnin ritningarversin sín fyrir kirkjugesti.

Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari og verða með skemmtilega nýbreyttni i predikunarhluta messunnar, þar sem samtal og söngur fá að tvinnast saman.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað sem og kirkjukaffið í safnaðarheimilinu í umsjá Íslendingafélagsins eftir messuna.

Verið öll hjartanlega velkomin.