Christmas_churchÞrándheimur: 6. desember. Messa í Tempe kirkju kl. 13. Sr. Birgir Ásgeirsson þjónar fyrir altari. Sérstakur gestur verður Gunnar Þórðarsson sem spilar og syngur. Hjörleifur Valsson spilar á fiðluna. Kór Kjartans syngur. Messukaffi og jólaball.

Stavanger: 7. desember. Messa í Sunde kirkju kl. 14. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Gróa Hreinsdóttir organisti spilar undir. Margrét Brynjarsdóttir syngur. Jólasunnudagaskóli og jólaball.

Sandefjord: 7. desember. Margrét Ólöf Magnúsdóttir, djákni, sér um jólahelgistund og jólatrésskemmtun í Olavs kapellu kl. 13.

Bergen: 7. desember. Messa í Åsane kirkju kl. 14. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Sérstakur gestur verður Gunnar Þórðarsson sem spilar og syngur. Hjörleifur Valsson spilar á fiðluna. Sönghópurinn í Bergen syngur. Jólasunnudagaskóli og jólaball.

Drammen: 13. desember. Messa í Åssiden kirkju í kl. 14. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Hjörleifur Valsson spilar á fiðluna. Margrét Brynjarsdóttir syngur einsöng. Ískórinnn syngur og Gróa Hreinsdóttir spilar undir. Jólasunnudagaskóli á sama tíma. Jólaball og kaffiveitingar eftir messu.

Tromsø: 13. desember. Jólaguðsþjónusta í Elverhøy kirkju kl. 12. Jólaföndur og jólakaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir guðsþjónustuna.

Álasund: 13. desember. Jólaguðsþjónusta í Volsdalen kirkju kl. 16. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar fyrir altari. Jólasunnudagaskóli. ATH: Því miður hefur stundinni verið aflýst.

Kristiansand: 14. desember. Messa í Hellemyr kirkju kl. 14.  Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Skírt verður í messunni. Ískórinn syngur. Sunnudagaskóli og jólaball.

Kristiansund: 21. desember. Jólasunnudagaskóli í Kirkeland kirkju (í kjallaranum) kl. 13. Sigurborg og Guðbjörg sjá um sunnudagaskólann.

Verið velkomin í kirkjuna á aðventunni !