Gleðimessa og aðalsafnaðarfundur á sunnudaginn

images-1„Þá fylltist munnur vor hlátri og tungur vorar fögnuði“ Það er von til þess að þessi orð úr Davíðsálmi 126 geti orðið vitnisburður kirkjugesta næsta sunnudag eftir að hafa tekið þátt í gleði- messu.

Guðsþjónusta og aðalsafnaðarfundur verður í Nordberg kirkju n.k sunnudag 28. april kl.14. Í messunni mun Berglind Magnúsdóttir gospel söngkona syngja ásamt Ískórnum undir stjórn Gisla J. Grétarssonar. Peggy Loui Jenset er organisti. Fermingarbörn munu aðstoða við helgihald og fulltrúar safnaðarstjórnar lesa ritningarlestra með gleðiraustu.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað.

 

Dagskrá aðalsafnaðarfundar samkvæmt lögum safnaðarins:

a. Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað
b. Kosning fundarstjóra og fundarritara
c .Skýrsla formanns
d. Stefna stjórnar
e. Skýrsla prests
f. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram
g. Kosning í safnaðarstjórn og varastjórn
h.Tillögur
i. Kosning í kjörnefnd og aðrar nefndir
j. Önnur mál

 

Hlakka til að sjá ykkur í gleði – messu!