Hugmynd að barnakór

Íslenski söfnuðurinn er að kanna hvort að það sé áhugi fyrir því meðal foreldra að stofna barnakór sem myndi syngja á Aðventukvöldinu með Ískórnum. Æfingar myndu því bara verða fram að mánaðarmótum nóvember/desember. Hugmyndin er að æfa kannski 1-2 í mánuði og hafa íslenskan kórstjóra. Ef þið haldið að ykkar börn hefðu áhuga þá endilega sendið tölvupóst á starfsmadur@kirkjan.no 

Eins væri gott að heyra ef einhver hefði tök á að taka slíkan kór að sér.