Fjölskylduguðsþjónustur í Tromsø og Ålesund

Fjölskylduguðsþjónusta verður á sunnudaginn 6. júní í Elverhøy kirkju i Tromsøy kl.14. Brynja Gunnarsdóttir stjórnarmeðlimur safnaðarins mun lesa ritningarlestra. Kaffi og meðlæti eftir stundina.Verið hjartanlega velkomin.

Fjölskylduguðsþjónusta miðvikudaginn 9.júní í Ålesund kirkju kl.18. Barn borið til skírnar. Verið hjartanlega velkomin.
 

Fjölskylduguðsþjónustur er sérstaklega sniðnar þannig að passi bæði börnum og fullorðnum. Reynt er að höfða til barna, ungmenna, foreldra og ömmu og afa á sem einfaldastan hátt.Tónlistin, sálmar og söngvar miða að því að allir geti sungið með.