Alþjóðlegur bænadagur kvenna

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er á föstudaginn 5.mars. Í tilefni dagsins verður sameiginleg bænaguðsþjónusta  með þeim söfnuðum sem hafa aðsetur í Nordbergkirkju. Stundin byrjar kl.18.30.  Þessi stund er byggð upp eins um allan hinn kristna heim og hafa konur í Kamerún undirbúið helgihaldið og valið textana þetta árið. Yfirskrift dagsins er " Allt sem andardrátt hefur, lofi Drottinn". Ískórinn mun syngja og Peggy okkar verður á orgelinu. Stundin fer fram á norsku. Konur og karlar eru hjartanlega velkomin. Léttur kvöldverður að stund lokinni.