Lýðveldishátíðin

17. júní hátíðarhöldin Lýðveldisháðin verður haldin sunnudaginn 14. júni við Nordberg kirkju í Ósló kl. 14 í samstarfi Íslendingafélagsins í Ósló og Íslenska safnaðarins.
Sendiherra Íslands í Noregi Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir verður með ávarp, formaður Íslendingafélagsins Sigrún Jóna Andradóttir býður fólkið velkomið. Ískórinn syngur nokkur lög og
Sr. Arna Grétarsdóttir verður með hugvekju og bæn og síðan kemur hin fagra fjallkona fram og fer með ljóð.
Skemmtinefnd Íslendingafélagsins verður með leiki fyrir alla fjölskylduna og einnig verður skrúðganga með lúðrasveitinni og Osvald í fararbroddi með íslenska fánann. Boðið verður upp á kaffi og kræsingar, en einnig verða seldar íslenskar SS pylsur, íslenski fáninn og íslenskt sælgæti. Verið hjartanlega velkomin.