Hvítasunnuhelgin í Norefjell

Léttmessa verður haldin við Norefjell húsið á hvítasunnudag kl.14. Gítarundirleikur og Ískórinn með léttu sniði undir berum himni. Endilega fáið ykkur bíltúr í Norefjellhúsið og eigið góða og uppbyggilega samveru og kaffi á eftir. Fjölskyldumót er haldið þessa helgi á vegum safnaðarins. Enn er pláss í húsinu. Hafið samband símleiðis. Hlakka til að sjá ykkur. Arna Grétarsdóttir prestur.