Tónlistarveisla á páskadag í Ólafíustofu kl.14

images-1Á Páskadag verður mikil upplifunar- og tónlistarveisla í Ólafíustofu kl.14.

Hjörleifur Valsson ásamt Christiania kvartett leikur.

Margrét Brynjarsdóttir alt söngkona syngur og Peggy Loui Jenset spilar á píanó.

Ritningarlestrar páskadagsins lesnir af Ingu Erlingsdóttur og fleirum.

Jóna Magga sér um tertur og kaffi á eftir.

Hrefna úr sunnudagaskólanum fer með börnin í páskaeggjaleit.

Guð gefi ykkur öllum gleðilega páska.

Verið hjartanlega velkomin.

Skírdagur kl.17 í Ólafíustofu

images-1

Á Skírdag  17. apríl (fimmtudagur) verður guðsþjónusta og Getsemanestund kl.17 í Ólafíustofu.  Stundin hefst á borðhaldi þar sem Jóna Magga hin velþekkta súpugerðarkona ber fram dýrindis súpu og brauð. Kammerkór syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Í altarissakramentinu er borið fram heimagert brauð, bakað af sr. Örnu og portvín.

Í lok stundarinnar verður altarið afskrýtt, svartur dúkur settur á það ásamt fimm rauðum rósum er tákna fimm svöðusár Jesú Krists. Gengið út í þögn um kl.19.

Þetta er mjög sérstök stund þar sem upplifun píslargöngu Krists er í forgrunni.

Verið hjartanlega velkomin.

Á Páskadag er tónlistarveisla í Ólafíustofu í umsjá Hjörleifs Valssonar og músikvina. Inga Erlingsdóttir ásamt fleirum lesa ritningarlestra páskadagsins.

Börn og fullorðnir hjartanlega velkomin.

Verið hjartanlega velkomin til tónlistarveislu á upprisuhátíð frelsarans.

Fjölskylduguðsþjónusta og páskaeggjaleit í Stavanger

images-2Fjölskylduguðsþjónusta 13. april  kl.14 í Johannes kirkju i Stavanger.  Ilmur, nærvera og páskaegg á pálmasunnudegi.

Þetta er messa fyrir börn og fullorðna og verður páskaeggjaleit fyrir yngstu kynslóðina.

Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið og Díana og Ruth sunnudagaskólakennarar leiða tónlist og fræðslu ásamt sr. Örnu.

Íslendingarfélagið undir forystu Siggu tengiliðar sjá um kaffi á eftir.

Hlakka til að sjá ykkur.

Kaffihúsamessa og páskaeggjaleit í Nordberg kirkju

images-2Kaffihúsamessa verður í Nordberg kirkju Oslo, sunnudaginn 6. apríl kl.14. Kærleikur, kertaljós og rauðar rósir mynda góða stemmningu í safnaðarheimilinu þar sem messan fer fram.  Notaleg stund með kaffibollan og messuskrána í hendi. ískórinn syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og Peggy spilar á píanóið.  Fermingarbörn aðstoða við lestra o.fl.

Íslendingafélagið með Jónu Möggu í fararbroddi sér um kaffi og kökur að venju.

Páskaeggjaleit í sunnudagaskólanum

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað og farið verður í páskaeggjaleit. Heiðrún og Hrefna taka vel á móti börnunum.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju á sunnudaginn.

Aðalsafnaðarfundur 4. maí n.k í Nordberg kirkju

 

images-1Aðalsafnaðarfundur verður haldinn þann 4. maí n.k í Nordberg kirkju. Messa hefst kl.14 og er fundurinn í safnaðarheimilinu strax á eftir.

Dagskrá aðalsafnaðarfundar samkvæmt lögum safnaðarins:

a. Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað
b. Kosning fundarstjóra og fundarritara
c .Skýrsla formanns
d. Stefna stjórnar
e. Skýrsla prests
f. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram
g. Kosning í safnaðarstjórn og varastjórn
h.Tillögur
i. Kosning í kjörnefnd og aðrar nefndir
j. Önnur mál

 

Um aðalsafnaðarfund segir m.a í 2.gr. laga safnaðarins:

Aðalsafnaðarfundur fer með ákvörðunarvald safnaðarins í málum þeim sem undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða lögmætum ákvörðunum.
Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reiknisskila af hendi stjórnar safnaðarins og einstakra nefnda á vegum safnaðarins. Þar skulu rædd málefni safnaðarins, þar á meðal þau mál sem lögmælt er að undir fundinn séu borin.
Aðalsafnaðarfund skal að jafnaði halda fyrir maí lok. Til hans skal boðað með fjögurra vikna fyrivara. Aðra safnaðarfundi skal halda ef meirihluti stjórnar safnaðarins óskar þess, eða 150 safnaðarmanna sem atkvæðisrétt hafa á safnaðarfundum.

 

Tillögur til aðalfundar skulu berast safnaðarstjórn fyrir 1. mars ár hvert.
Safnaðarmenn njóta kosningarréttar og kjörgengis á safnaðarfundum þegar þeir eru fullra sextán ára.

 

Fundargögn liggja fyrir í Ólafíustofu. Hér er hægt að lesa skýrslu prests ásamt viðaukum. skyrslaprests13

Nýr fræðslufulltrúi ráðinn við söfnuðinn

IMG_0003

Ása Laufey Sæmundsdóttir hefur verið ráðin sem nýr fræðslufulltrúi Íslenska safnaðarins í Noregi.  Ása Laufey vann áður sem æskulýðsfulltrúi í Neskirkju í Reykjavík og við barnastarf og kirkjuvörslu í Áskirkju. Hún vann um árabil sem fulltrúi á Neytendastofu.

 

Ása Laufey  sem er 34 ára lauk meistaraprófi í guðfræði frá HÍ haustið 2013. Lokaritgerð hennar fjallaði um tengsl kynverundarfrelsis og mannréttinda innan siðfræðisviðs guðfræðinnar.

 

Ása Laufey tekur við fræðslufulltrúastöðunni af Valdimari Svavarssyni sem nú lætur af störfum vegna flutninga til Íslands.

Við þökkum Valdimari fyrir frábært starf og biðjum honum og fjölskyldu hans blessunar í lífi og starfi.

Við bjóðum Ásu Laufeyju hjartanlega velkomna til starfa og megi góður Guð leiða hana og blessa í þjónustu allri fyrir íslenska söfnuðinn.

 

 

 

Guðsþjónusta í Tromsø sunnudaginn 23. mars

solÞað verður íslenks guðsþjónusta í Elverhøy kirkju i Tromsø sunnudaginn 23.mars kl.14.30.

Ískórinn kemur í heimsókn og syngur í messunni undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Organisti verður Magnus Nyha. Safnaðarstjórn og prestur tekur vel á móti kirkjugestum. Sunnudagaskóli verður í kjallara kirkjunnar í umsjá Sigríðar Georgsson og Valdimars Svavarssonar á meðan messan fer fram. Íslendingafélagið sér um kirkjukaffi á eftir.

Verið hjartanlega velkomin.

60 ára og eldri hittast í Ósló 6. mars

 

newspaper-2Það hefur verið heilmikið um að vera hjá 60 ára og eldri á Óslóarsvæðinu það sem af er vetri. Í hverjum mánuði hefur verið boðið uppá afþreyingu sem hefur verið fjölbreytt og skemmtileg.

Venjan er að hittast um hádegisbil í Ólafíustofu, skrifstofu Íslenska safnaðarins í Pilastredet Park 20, Ósló. Þar hefur verið litið í íslensk dagblöð og málefni líðandi stundar rædd. Boðið er upp á hádegisverð og honum fylgt eftir með kaffi og góðu meðlæti.

 

Næsti fundur er á fimmtudaginn 6. mars og allir 60 ára og eldri eru velkomnir. Osvald Kratsch ásamt fræðslufulltrúa safnaðarins taka vel á móti þátttakendum.

Alþjóðlegur bænadagur kvenna 7. mars

A-Prayer-For-You

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er 7. mars næstkomandi. Þá um kvöldið verður guðsþjónusta í Nordberg kirkju kl. 19 með samveru í safnaðarheimilinu á eftir.

Stundin fer fram á norsku og eru allir hjartanlega velkomnir til þessarar bænastundar.

 

Keila á föstudaginn fyrir unglinga á Óslóarsvæðinu

bowling

KEILA HJÁ UNGLINGUM Í ÓSLÓ Á FÖSTUDAGINN

Íslenski söfnuðurinn býður unglingum á Óslóarsvæðinu að mæta í keilu á föstudaginn 28. febrúar. Mæting í Oslo Bowling Torggata 16 á slaginu klukkan 16:00 og spilað til klukkan 18:00. Endilega skráið ykkur sem fyrst hér á Facebook eða með því að hafa samband við fræðslufulltrúann í síma 98819926 svo hægt sé að panta fyrir réttan fjölda.

Sjáumst hress!