Fermingarskráning fyrir veturinn 2014-2015 er hafin

Skráning í fermingarfræðslu safnaðarins er hafin fyrir veturinn 2014-2015.  Foreldrar fermingarbarna sem vilja skrá börnin sín í fermingarfræðslu gera það rafrænt hér á heimasíðunni okkar, til hægri á síðunni undir „fermingarskráning“.

Fermingarfræðslan saman stendur af tveimur helgarnámskeiðum í samstarfi við íslensku söfnuðina í Svíþjóð og Danmörku.  Námskeiðin fara fram í Aah Stiftgaard í Svíðþjóð og er mestur kostnaður við námskeiðin greiddur af söfnuðinum. Fyrra námskeiðið er á haustönn dagana  26. – hopmynd fermingarferd28. september en seinna námskeiðið er á vorönn dagana 8.-10. maí 2015.

Aðal fræðslan fer fram á þessum helgum. Fermingarfræðslutímar verða skipulagðir eftir að skráningu er lokið. Einnig er gert ráð fyrir að fermingarbörnin mæti í messur og/eða sunnudagaskóla en frekari tilmæli um það koma síðar.

Fermt verður á annan í hvítasunnu í Osló. Ferming á Íslandi verður 28. júní 2015 í Seltjarnarneskirkju en aðrir fermingardagar verða ákveðnir eftir óskum og fyrirspurnum um landið þegar skráningu er lokið.

KIRKJAN OPIN: Golfmót og guðsþjónusta

imagesÞað verður sannkölluð fjölskyldustemmning á Gjersjøen golfvelli 7.september kl.11. (Gamle Mossevei 100, 1420 Svartskog) Golfmótið byrjar með golf-guðsþjónustu við Kirkjustíginn sem liggur neðan við 4 holu.

Eftir stundina verður 9 holu golfmóti „KIRKJAN OPIN“ startað. Þau sem eru með græna kortið geta tekið þátt og skrá sig með því að senda póst til: fraedsla@kirkjan.no. Muna að taka fram forgjöfina. Addi og Óli í safnaðarstjórn hafa umsjón með mótinu.

Þau sem ekki taka þátt í mótinu geta skráð sig í leiðsögn í golfíþróttinni hjá leiðbeinenda á æfingasvæðinu.

Sunnudagaskólaleiðtogar verða með leiki, fjör og samveru fyrir börnin í klúbbhúsinu.

Að móti loknu verður kaffi og gott í gogginn ásamt verðlaunaafhendingu.

Þessi golfsamvera er öllum þátttakendum opin og að kostnaðarlausu en bent er á Ólafíusjóðinn ef einhver vill láta gott af sér leiða.

 

Skráningarfrestur er til 26.ágúst. Takmarkaður fjöldi getur tekið þátt í golfmótinu!

Messa í Þrándheimi í tilefni af lýðveldishátíðinni

trondheimNæstkomandi laugardag 21. júní kl. 12, verður messa í Þrándheimi í tilefni af

lýðveldishátíðinni. Messað verður í Mavik kirkju.

Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organistinn Björn Leifsson spilar undir.

Kór Kjartans syngur.

 

Verið öll hjartanlega velkomin !

Hátíðarhelgistund í tilefni 17. júní

17. júní hátíðarhöld Íslenska safnaðarins og Íslendingafélagsins í Osló verða haldin sunnudaginn 15. júní.

Hátíðarhöldin byrja slenski_fninn______jpg_800x800_sharpen_q95með hátíðarhelgistund í Nordberg kirkju kl.14 í umsjá Sr. Örnu Grétarsdóttur. Ískórinn syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og hátíðarræðu flytur formaður Íslendingafélagsins í Osló, María Matthíasdóttir.

Að helgistund lokinni verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað með hoppukastala, andlitsmálun fyrir börnin og þau sem vilja geta farið á hestbak.

 

 

 

Dagskrá:
Kl. 14

Hátíðarhelgistund
Kl. 14:30
Fjallkonan, Berglind Dögg Bragadóttir, flytur ættjarðarljóð.

Kl. 14:35
Ískórinn og lúðrasveit flytja ættjarðarlag.
Fjöldasöngur við undirleik lúðrasveitarinnar.

Kl. 14:45
Skrúðganga með fánabera, Fjallkonu og lúðrasveit

Kl. 15:05
ávarp Elínar Sigurðardóttur, sendiráðunautar, í tilefni 70 ára afmæli Íslenska lýðveldisins

Kl. 15:15
Bjarni töframaður skemmtir börnunum (stórum og smáum)
Kaffiveitingar í boði safnaðarins – kleinur, formkökur, flatkökur, pönnsur og möffins.
Pylsur, gos og happdrættismiðar til sölu.
Sölubásar
Boðið er upp á andlitsmálun fyrir börnin, hoppukastala og þau geta fengið að bregða sér á hestbak.

Kl. 16:00
Dregið í happdrætti Íslendingafélagsins.
Vinningarnir eru m.a. 1 gjafabréf í flug frá Icelandair og 1 gjafabréf í vikudvöl í Íslendingahúsinu í Norefjell að sumarlagi
Verið öll hjartanlega velkomin !

Hátíðarmessa á annan í hvítasunnu – 20 ára messuafmæli

IMG_0508Hátíðarmessa verður í Nordberg kirkju á annan í hvítasunnu (9.júní) kl.14. Fermt verður í messunni.

Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson verður sérstakur gestur og mun predika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Örnu. Það eru 20 ár liðin frá því að sr. Jón Dalbú söng fyrstu íslensku messuna hér í Oslo og þjónaði Íslendingum búsettum hérlendis.

Tónlistarhlaðborð þar sem fremst fer Ískórinn undir stjórn Gísla J. Grétarssonar sem leiðir sálmasöng. Hjörleifur Valsson fiðluleikari fær til liðs við sig djúpa tóna sellóleikarans Jan Øyvind Grung Sture og Margrét Grétarsdóttir söngkona munu gleðja hug og hjörtu kirkjugesta. Organisti er Ole Johannes.

Kaffihlaðborð á eftir í safnaðarheimilinu í umsjá Íslendingafélagsins.

Sunnudagaskólinn á sama tíma. Verið hjartanlega velkomin til kirkju.

Messa í Ålgård kirkju

vorfagnadurSunnudaginn 1.júní n.k verður messa kl. 14 Ålgård kirkju. Fermt verður í messunni. Altarisganga. Katrín Ósk Óskarsdóttir syngur einsöng. Verið öll hjartanlega velkomin til guðsþjónustu.

Leikritið Unglingurinn í Noregi

Leikritið Unglingurinn, eftir Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson undir leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur, er á leið til Noregs í boði Íslenska safnaðarins í Noregi. Verkið hefur fengið frábærar viðtökur hjá bæði áhorfendum og gagnrýnendum en sýningin hefur farið um allt Ísland og nú er komið að því að það verði sýnt á nokkrum stöðum í Noregi.
Verkið er einstakt fyrir það að það er skrifað af unglingum fyrir unglinga og veitir því skýra og skemmtilega mynd af daglegu lífi unglinga, samskiptum við foreldra, kennara, jafnaldra og hitt kynið. Leikritið er ætlað unglingum en foreldrar, kennarar og aðrir sem umgangast unglinga munu einnig hafa gaman af leikritinu. Þetta er tilvalin skemmtun fyrir fjölskylduna þar sem það er fátt betra en að hlæja saman í leikhúsinu. Verkið er fyrir alla á aldrinum 6 – 100 ára.

Nánari upplýsingingar um leiksýninguna má skoða facebooksíðu sýningarinnar:
https://www.facebook.com/unglingurinn?fref=ts

Leikritið er sýnt í:

Bergen 6. júní kl. 19. Nye Fyllingsdalen Teater
Folke Bernadottes vei 21, 5147 Fyllingsdalen

Stavanger 9. júní kl. 19. Høyland Meningsetshus, 4307 Sandnes

Kristiansand 11. júní kl. 19. Hellemyr menighet:Bydalsveien 19, 4628 Kristiansand S

Osló 13. júní kl. 20. Lambertseter fritidsklubb, Lambertseterveien 35, 1154 Oslo
1381945_179308488925233_561182344_n

Messa í Sandefjord 18.maí kl.14.30

FánarVerið velkomin til messu næsta sunnudag 18.maí kl.14.30  í Sandefjord Bugården kirke (Nygårdsveien 68 3214 Sandefjord). Fermt verður í messunni. Altarisganga. Kammerkórinn Ólívurnar syngja undir stjórn Gísla J. Grétarssonar.  Hlakka til að sjá ykkur sem flest.

Vorfagnaður eldri borgara

loanNæstkomandi miðvikudag, 7. maí kl. 14, verður haldin vorfagnaður eldri borgara. Við ætlum að hittast á Ekeberg Restaurant, Kongsveien 15.
Við hlökkum til að sjá sem flesta !

Íþróttaálfurinn á ferðinni um helgina!

itrott2Hin stórskemmtilegi Íþróttaálfur verður á ferðinni um helgina og kemur við á þremur stöðum þar sem börnum og fullorðnum býðst að koma og sjá þennan kröftuga mann í boði Íslenska safnaðarins í Noregi.

Hér koma staðsetningar og tímasetningar Íþróttaálfsins um helgina:

Kristiansand – laugard. Kl 11:00 – Hellemyr menighet, Bydalsvn 19, 4674 Kristiansand

Stavanger – laugard. Kl 16:00 - Høyland Meningsetshus, 4307 Sandnes

Bergen – sunnud. Kl 14:00 – Skjöld kirkju

Verið öll hjartanlega velkomin!