Skírn 6.júní 2020

Hátíðleg skírnarathöfn fór fram í heimahúsi laugardaginn 6.6. 2020 en það var fyrsta skírnin á vegum safnaðarins í langan tíma. Linda Matthildur er löngu komin með nafnið sitt en beðið hafði verið eftir fallega skírnarkjólnum í póstinum í nokkrar vikur. Upphaflega átti skírnin að fara fram á Íslandi um páskana en nánasta fjölskylda gat verið […]

Read More »

Nýtt upphaf

Gleðidagar er tímabil í kirkjunni. Vissuð þið það? Dagarnir frá páskum og að hvítasunnu eru kallaðir gleðidagar! Eftir tímabil iðrunar á föstunni fáum við gleðidaga í 40 daga þar sem textarnir eru vonarríkir og kallast á við vorið og vonina sem birtist okkur á þeim árstíma. En heimurinn okkar hefur ekki upplifað gleðidaga síðustu vikur. […]

Read More »

Til foreldra fermingarbarna sem fermast áttu í vor.

Kæru foreldrar fermingarbarna Það er farið að birta til í kófinu og fyrir það erum við þakklát. Það lítur út fyrir að leyfilegur fjöldi samkomugesta verði kominn upp í 100 manns á Íslandi í júní. Út frá samkomutakmörkunum ætti því að ganga upp að halda sjálfa fermingarathöfnina, með ákveðnum varúðarráðstöfunum og með því að fylgja […]

Read More »