Allir Íslendingar í Noregi takið eftir!

10408794_10152162744796962_7667478683478588047_n

Kæru landar! Við þurfum þjóðarátak Íslendinga í Noregi

Blikur eru á lofti. Nú þurfum við að hjálpast að til að tryggja óskerta þjónustu Íslensku kirkjunnar við Íslendingasamfélagið hér í Noregi.

Hvaða breytingar hafa átt sér stað?

Norsk yfirvöld hafa ákveðið að meðlimir trúfélaga í Noregi þurfi héðan í frá að skrá sig sérstaklega í sitt trúfélag ellegar fái þau ekki lengur að njóta sóknargjaldanna sem norska ríkið greiðir út sem stuðning við okkar fjölbreytta safnaðarstarf. Að óbreyttu mun þetta kippa fjárhagsgrundvellinum undan þeirri víðtæku þjónustu sem Íslenska kirkjan veitir s.s. barna- og æskulýðsstarfi, fermingarfræðslu, eldri borgara starfi, sálgæslu, jarðarförum, giftingum, skírnum og svo framvegis.

Kostar þetta þig eitthvað?

Íslendingar búsettir í Noregi hafa hingað til ekkert þurft að greiða fyrir þá kirkjulegu þjónustu sem Íslenska kirkjan í Noregi veitir og þannig viljum við gjarnan hafa það áfram. Það er afar mikilvægt fyrir okkur öll að standa vörð um kirkjuna okkar og þá þjónustu um allan Noreg sem sóknarbörn eiga aðgang að á sínu móðurmáli.

Athugið! Að vera skráður í Íslensku kirkjuna í Noregi kostar ekkert og samkvæmt norskum lögum er enginn kirkjuskattur.

Hvernig fer ég að því að skrá mig í Íslensku kirkjuna í Noregi?

Hverjir þurfa að skrá sig?

Allir sem hafa tilheyrt íslensku kirkjunni eða vilja tilheyra henni þurfa að skrá sig.

Með Guðs blessun og kærri þökk, prestar íslensku kirkjunnar í Noregi.

 

 

Minningarstund fyrir Birnu Brjánsdóttur í Ólafíustofu laugardaginn 28. janúar kl. 17

Minningarstund fyrir Birnu Brjánsdóttur verður haldin í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, laugardaginn 28. janúar kl.17:00. 

Þar gefst fólki tækifæri til að sýna samhug, biðja fyrir aðstandendum Birnu og kveikja á kertum.

Innsetningarmessa nýs prests og fræðslufulltrúa 15. janúar kl. 14 í Nordberg kirkju Osló.

Sunnudaginn 15. janúar næstkomandi verður sr. Lilja Kristín Þorsteinssdóttir sett inn í embætti prests og fræðslufulltrúa hjá Íslensku kirkjunni í Noregi við hátíðlega athöfn í Nordberg kirkju í Osló kl. 14 og allir eru hjartanlega velkomnir til kirkju.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur í Reykjavíkurprófastdæmi vestra mun setja sr. Lilju Kristínu inní embætti. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir og sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir þjóna í athöfninni. Ískórinn syngur undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar, Kirkjukaffi og samfélag í umsjón Íslendingafélagsins í Osló á eftir messunni.

Lilja Kristín Þorsteinsdóttir nýr prestur og fræðslufulltrúi íslensku kirkjunnar í Noregi


 

Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu prests og fræðslufulltrúa hjá íslensku kirkjunni í Noregi frá og með 1. janúar s.l. Hún tekur við af sr. Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur. 

Lilja Kristín Þorsteinsdóttir er fædd árið 1969 í Reykjavík en alin upp á Húsavík

Hún hefur verið búsett og starfað hjá Norsku kirkjunni frá 2011, sem sóknarprestur í Fjaler í Sogn og Fjordane.

Lilja Kristín lauk embættisprófi frá Guðfræðideild við Háskóla Íslands, með fyrstu einkunn árið 1996 með siðfræði að sérsviði.  Hún vígðist til Íslensku þjóðkirkjunnar sem sóknarprestur á Raufarhöfn árið 1997.  

Árið 2000 var Lilja Kristin skipuð sóknarprestur í Ingjaldshólsprestakalli á Snæfellnesi. Síðar hóf hún störf í Breiðholtskirkju þar sem hún m.a. hafði umsjón með allri skipulagningu og framkvæmd á barna- og unglingastarfi kirkjunnar.
Lilja Kristin er gift Eiríki Jóni Gunnarssyni sem er tæknifræðingur að mennt saman eiga þau 3 börn. Fjölskyldan fluttist til Danmerkur 2006. Þar starfaði Lilja Kristín í «kirkens Korsher» með fólki á öllum aldri sem glímdi við áfengis og eiturlyfjavanda, geðraskanir og veikindi af ýmsum toga. Að auki fjölbreyttrar reynslu af prestsstarfinu hefur Lilja Kristín einnig víðtæka reynslu af kærleiksþjónustu, félagsstörfum, kennslustörfum og störfum er varða almannatengsl og heill.

Sr. Lilja Kristín verður sett inn í embætti við hátíðlega athöfn í Nordberg kirkju þann 15. janúar n.k. kl. 14 og verður messan auglýst sérstaklega.

Guð blessi hana í þjónustu fyrir Íslendinga í Noregi.

 

 

 

 

Hangikjötsveisla 60 ára og eldri 12. janúar í Ólafíustofu

hangikjotFimmtudaginn 12. janúar klukkan 12:00 verður árleg hangikjötsveisla fyrir 60 ára og eldri haldin í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, á vegum Íslensku kirkjunnar í Noregi.

Það má gera ráð fyrir góðri stemningu og boðið verður upp á íslenskt hangikjöt og viðeigandi meðlæti.

Allir 60 ára og eldri hjartanlega velkomnir.

Við hlökkum til að sjá ykkur,

Osvald, Rebekka, Áslaug og Helga.

Jólakveðja

Kæru Íslendingjesubarnar í Noregi!

Við biðjum ykkur blessunar á heilagri jólahátið.

Megi barnið í jötunni færa frið, mildi og kærleika inn í hjörtu ykkar og jólastjarnan lýsa upp líf og veru ykkar alla.

Prestar, starfsfólk og sóknarnefnd

 

Hátíðarmessa annan jóladag í Nordberg kirkju Ósló kl. 14.

nordberg-kirke-julHátíðarmessa verður annan jóladag (26.desember) kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló. Sr. Ragnheiður Karítas leiðir stundina.

Ískórinn leiðir sálmasöng og hátíðarmessutón undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Organisti verður Ole Johannes Kosberg.

Kirkjukaffi og jólaball eftir messu í umsjá Íslendingafélagsins.  Dansað í kringum jólatré, sungið og leikið. Glaðningur fyrir yngstu kynslóðina.

Verið hjartanlega velkomin til hátíðarstundar.

Jólamessa og jólaball í Þrándheimi 18. desember kl. 14

bakke-kirkeJólamessa verður haldin næstkomandi sunnudag, 18. desember í Bakke kirkju í Þrándheimi kl. 14.
Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir stundina og Hjörleifur Valsson leiðir tónlistina ásamt kór Kjartans.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað undir messunni.

Jólamessukaffi og jólaball eftir messuna í samkomuhúsi Bakke kirkju.
Það verður glaðningur  í boði fyrir börnin og vonandi fáum við einhverja skemmtilega í heimsókn.
Verið hjartanlega velkomin !

Jólaguðsþjónusta í Hellemyr kirkju í Kristiansand 18. desember kl. 14.

jolaball-sunde-kirkjaJólamessa og jólatrésskmmtun í Hellemyr kirkju í Kristiansand (Bydalsveien 19, 4628 Kristiansand S) 4.sunnudag í aðventu 18. desember kl.14.

Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir leiðir stundina. Margrét Ólöf Magnúsdóttur, djákni hefur umsjón með sunnudagaskólanum.

Fermingarbörnin kveikja á kertum aðventukransins og aðstoða við helgihaldið.

Ian Richards spilar á orgelið og Kristín Magdalena Ágústsdóttir syngur einsöng.

Jólatrésskemmtun verður á sínum stað eftir guðsþjónustuna í safnaðarheimilinu þar sem dansað verður í kring um jólatréð, Glaðningur handa yngstu kynslóðinni. Jólakaffiveitingar í umsjón Íslendingafélagsins á svæðinu.

Verið hjartanlega velkomin.

 

Aðventumessa í Sunde kirkju í Stavanger 11. desember kl. 14.

sunde-kirkjaSunnudaginn 11. desember, sem er þriðji sunnudagur í aðventu, verður aðventumessa í Sunde kirkju (Mjughøyden 9, 4048) Hafrsfjord/Stavanger, kl. 14. 

Stundina leiðir sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir sóknarprestur Íslenska safnaðarins í Noregi. Einsöngvari er Katrín Ósk Óskarsdóttir. Organisti er Vidar Vikøren.

Fermingarbörnin sjá um að kveikja á aðventukransinum og aðstoða við helgihaldið.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í umsjón Þórunnar Ágústu Þórsdóttur. Þar verður sögð jólasaga, sungið og farið í leiki og föndrað jólaföndur.

Að lokinni messu verður jólatrésskemmtun í safnaðarheimilinu í umsjón Íslenska Norska félagsins í Rogalandi og Ryfylke þar sem verður gengið í kringum jólatréð.

Fólk er beðið um að koma með á kaffihlaðborðið ef það hefur tök á því.

                                                                                                                   Verið hjartanlega velkomin!

 

 

 

Aðventumessa í Åssiden kirkju í Drammen 10. desember kl. 14.

assidenAðventumessa verður í Åssiden kirkju í Drammen (Åkerveien 2, 3024 Drammen) laugardaginn 10. desember kl.14.

Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir leiðir stundina. Ískórinn syngur og leiðir sálma- og messusöng undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Hjörleifur Valsson fiðluleikari spilar á fiðluna af sinni alkunnu snilld. Organisti og undirleikari er Gróa Hreinsdóttir.

Fermingarbörn aðstoða við messuhaldið.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað að venju á meðan á messu stendur í umsjón Rebekku Ingibjartsdóttur, þar sem sögð verður jólasaga, sungin lög og farið í leiki.

Jólaball í umsjón Íslendingafélagsins í Drammen verður á sínum stað eins og fyrri ár þar sem yngsta kynslóðin fær glaðning. Jólakirkjukaffi á eftir í safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin til kirkju.