60 ára og eldri hittast í Ólafíustofu fimmtudaginn 8. september

Fimmtudaginn, 8. septeAutumn-leaves-autumn-on-treember, hittast 60 ára og eldri aftur eftir sumarfrí, á skrifstofu Íslenska safnaðarins í Noregi í Pilestredet Park 20 Osló. Við hefjum stundina á kyrrðar- og bænastund kl. 12:15 sem sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir, að henni lokinni borðum við saman hádegismat. Það verður boðið upp á kjöt í karrý og kaffi og með því eftir matinn. Við hlökkum til að sjá ykkur.

Verið hjartanlega velkomin !

Skráning í fermingarfræðslu fyrir veturinn 2016-2017 er hafin

13323853_10154312735370982_1014692459_oSkráning í fermingarfræðslu, Íslenska safnaðarins í Noregi, er hafin fyrir veturinn 2016-2017.  Foreldrar fermingarbarna sem vilja skrá börnin sín í fermingarfræðslu gera það rafrænt hér á heimasíðunni okkar, til hægri á síðunni undir „fermingarskráning“.

Fermingarfræðslan saman stendur af tveimur helgarnámskeiðum í samstarfi við íslensku söfnuðina í Svíþjóð og Danmörku.  Námskeiðin fara fram í Aah Stiftgaard í Svíðþjóð og er mestur kostnaður við námskeiðin greiddur af söfnuðinum. Fyrra námskeiðið er á haustönn dagana  7. – 
9. október en seinna námskeiðið er á vorönn 2017.

Aðal fræðslan fer fram á þessum helgum. Fermingarfræðslutímar verða skipulagðir eftir að skráningu er lokið. Einnig er gert ráð fyrir að fermingarbörnin mæti í messur og/eða sunnudagaskóla en frekari tilmæli um það koma síðar.

Fermt verður á annan í hvítasunnu, 5. júní 2017, í Osló. Ferming á Íslandi verður 2. júlí 2017 en aðrir fermingardagar verða ákveðnir eftir óskum og fyrirspurnum um landið þegar skráningu er lokið.

Fermingarmessa í Seltjarnarneskirkju n.k sunnudag kl.11

Ferming + Ìsland 2010 086Fermingarbörn búsett í Noregi verða fermd í messu í Seltjarnarneskirkju n.k sunnudag 3. júlí kl.11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngur. Organisti er Glúmur Gylfason. Sr. Arna Grétarsdóttir og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjóna.

Verið hjartanlega velkomin til hátíðarstundar.

 

Skrifstofa safnaðarins verður lokuð í júlí

10408794_10152162744796962_7667478683478588047_nSkrifstofa safnaðarins er lokuð í júlí vegna sumarleyfa. Vakthafandi prestur er sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir sem er staðgengill sóknarprests frá 1.júlí.

Hægt er að ná í sr. Ásu Laufeyju í síma 9668 9198 og á netfangið fraedsla@kirkjan.no.

Guð gefi ykkur gott og gjöfult sumar.

 

Menighetens kontor er stengt i juli pga sommerferie. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir er på vakt som funkerende sokneprest fra 1.juli.

Ta gjerne kontakt med sr. Ása Laufey via telepon 9668 9198 eller epost fraedsla@kirkjan.no.

 

Nýr sóknarprestur safnaðarins

raggaSr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir hefur verið valin sem nýr sóknarprestur safnaðarins. Hún mun taka við af sr. Örnu Grétarsdóttur sem lætur af störfum 1.júlí nk. Sr. Ragnheiður Karítas kemur til starfa 1.október og mun Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prestur og fræðslufulltrúi safnaðarins standa þjónustuvaktina í sumar.

Sr. Ragnheiður Karítas hefur áralanga prestsreynslu bæði á Íslandi og hér í Noregi. Hún er með mastersgráðu í sálgæslu auk þess að hafa aflað sér sérmenntunnar á sviði sálfræðinnar. Hún þjónaði Íslendingum á Spáni um nokkurt skeið.

Sr.Ragnheiður Karítas tekur við embættinu 1.október n.k. og verður innsetningarmessa auglýst sérstaklega.

Guð blessi hana í þjónustu fyrir Íslendinga í Noregi.

 

Sr. Ragnheidur Karitas Petursdottir har vært valgt som ny sokneprest for Den Islandske meningheten i Norge. Hun har vært sokneprest både på Island og i Den norske kirke. Hun har mastergrad i sjelesorg og mange kurser i pyskologi.

Hun har også tjenestegjort bland Islendinger i Spania.

Sr. Ragnheidur Karitas intrer stillingen 1.oktober n.k og blir insettelsesgudstjenesten annonsert senere.

Vi gratulerer henne med ny stilling som sokneprest, ønsker henne lykke til og Guds velsignelse.

Messa Sælen kirkju í Bergen

slenski_fninn______jpg_800x800_sharpen_q95Þjóðhátíðadagurinn verður haldinn hátíðlegur á kvenréttindadaginn sunnudaginn 19. júní í Sælen kirkju, Vardavegen 9, 5141 Bergen.

Hátíðarhöldin byrja með messu kl.14. Sr. Arndís Ósk Pétursdóttir sóknarprestur í Steinskjer þjónar fyrir altari og Sönghópurinn í Bergen leiðir sálmasöng að venju.

Eftir messuna tekur við dagskrá Íslendingafélagsins með skrúðgöngu, leikjum og andlitsmálning fyrir börnin, happadrætti og söngatriði frá Íslenska sönghópnum í Bergen.

Íslenskar SS pylsur verða til sölu og einnig verður kaffihlaðborð,en gestir eru beðnir um að leggja til veitingar á kaffiborðið.

 

 

Ragnheiður Gröndal syngur í Nordberg kirkju 18. júní kl.14 og kveðjumessu sr. Örnu

slenski_fninn______jpg_800x800_sharpen_q95Kveðjumessa sr. Örnu Grétarsdóttur verður í Nordberg kirkju laugardaginn 18.júní kl.14 en sr. Arna hefur starfað sem prestur safnaðarins sl. níu ár. Hún flytur nú til Íslands og tekur við Reynivallaprestakalli í Kjós og á Kjalarnesi. Vegna þeirra tímamóta koma í heimsókn hin ástsæla söngkona Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson gítarleikari og flytja vel valin lög. Hjörleifur Valsson leikur einleik á fiðlu og Ískórinn syngur ættjarðarsálma undir stjórn Gísla J. Grétarssonar.

Lýðveldishátíðarhöldin verða á sama tíma í og við kirkjuna og mun Íslendingafélagið í Ósló hafa veg og vanda af góðri dagskrá með skrúðgöngu, lúðrasveit, andlitsmálningu og hoppukastala. Ískórinn syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar.

 

Ávarp formanns Íslendingafélagsins, Ómars Diðrikssonar, verður á sínum stað og fjallkona flytur ljóð.

Kirkjukaffi í safnaðarheimilinu eftir skrúðgönguna sem hefst við kirkjudyrnar strax eftir lokasálm sem er að sjálfsögðu þjóðsöngurinn.

Það verður hægt að kaupa íslensk fánaflögg fyrir messu.

Verið hjartanlega velkomin.

Messa í Elverhøy kirkju í Tromsø kl. 14 á sjómannadaginn 5. júní

008Á sjómannadaginn 5. júní verður guðsþjónusta í Elverhøy kirkju í Tromsø kl.14. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir stundina.

Kammerkór Tromsø syngur í messunni.

Kaffi og spjall í kjallara kirkjunnar á eftir í umsjá Íslendingafélagsins.

Verið hjartanlega velkomin.

Messa í Bakke kirkju Þrándheimi kl.15 á Sjómannadaginn

AprilMessa verður í Bakke kirkju í Þrándheimi kl.15 á sjómannadaginn 5.júní n.k. Kór Kjartans syngur í messunni undir stjórn Hilmars Þórðarsonar. Björn Leifsson leikur á orgel. Látinna sjómanna sérstaklega minnst í guðsþjónustunni. Börnin eru sérstaklega boðin velkomin.

Verið hjartanlega velkomin.

Vorhátíð sunnudagaskólans í Stavanger og messa, 29. maí kl. 14

hinna kirkjaSíðasti sunnudagaskólinn í Stavanger verður næstkomandi sunnudag, 29. maí kl. 14, í Hinna kirkju, (Gamleveien, 4020 Stavanger). Á sama tíma verður messa í kirkjunni, prestur er sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir. Fermt verður í messunni. Sönghópurinn í Bergen leiðir sönginn undir stjórn Tönju Jóhansen.  Íslendingafélagið í Stavanger sér um kaffiveitingar Á eftir verður síðan vorhátíð sunnudagaskólans þar sem verður grillað og farið í ratleik.