Allir Íslendingar í Noregi takið eftir!

10408794_10152162744796962_7667478683478588047_n

Kæru landar! Við þurfum þjóðarátak Íslendinga í Noregi

Blikur eru á lofti. Nú þurfum við að hjálpast að til að tryggja óskerta þjónustu Íslensku kirkjunnar við Íslendingasamfélagið hér í Noregi.

Hvaða breytingar hafa átt sér stað?

Norsk yfirvöld hafa ákveðið að meðlimir trúfélaga í Noregi þurfi héðan í frá að skrá sig sérstaklega í sitt trúfélag ellegar fái þau ekki lengur að njóta sóknargjaldanna sem norska ríkið greiðir út sem stuðning við okkar fjölbreytta safnaðarstarf. Að óbreyttu mun þetta kippa fjárhagsgrundvellinum undan þeirri víðtæku þjónustu sem Íslenska kirkjan veitir s.s. barna- og æskulýðsstarfi, fermingarfræðslu, eldri borgara starfi, sálgæslu, jarðarförum, giftingum, skírnum og svo framvegis.

Kostar þetta þig eitthvað?

Íslendingar búsettir í Noregi hafa hingað til ekkert þurft að greiða fyrir þá kirkjulegu þjónustu sem Íslenska kirkjan í Noregi veitir og þannig viljum við gjarnan hafa það áfram. Það er afar mikilvægt fyrir okkur öll að standa vörð um kirkjuna okkar og þá þjónustu um allan Noreg sem sóknarbörn eiga aðgang að á sínu móðurmáli.

Athugið! Að vera skráður í Íslensku kirkjuna í Noregi kostar ekkert og samkvæmt norskum lögum er enginn kirkjuskattur.

Hvernig fer ég að því að skrá mig í Íslensku kirkjuna í Noregi?

 • Það er hægt að skrá sig rafrænt í gegnum rafræna formið hér að neðan. Foreldar nota einnig rafræna formið til að skrá börnin sín í kirkjuna, börn fylgja ekki sjálfkrafa með skráningu foreldra.
 • Það er hægt að hringja á skrifstofuna okkar, sími: 22 36 01 40 á skrifstofutíma, mánudag-fimmtudag kl. 10-14. Þá sendum við staðfestingarbréf um að viðkomandi sé skráður í kirkjuna.
 • Það er hægt að senda tölvupóst á netfangið: [email protected], með nafni og kennitölu.
 • Það er hægt að senda SMS á símanúmerið 91 31 29 01 og gefa upp nafn og kennitölu.

Hverjir þurfa að skrá sig?

Allir sem hafa tilheyrt íslensku kirkjunni eða vilja tilheyra henni þurfa að skrá sig.

Með Guðs blessun og kærri þökk, prestar íslensku kirkjunnar í Noregi.

 

 

Samnorræn messa í gömlu Aker kirkjunni

 

images-2Norræn messa verður í gðmlu Aker kirkjunni í Ósló,  sunnudaginn 24.9  kl.11. (Gamle Aker kirke: Akersbakken 26 , 0172 Oslo )

Prestarnir sr. Ragnheiður Karítas Péturdóttir, sr. Per Andres Sandgren, sr. Anssi Elenius og sr.Morthen Dafinn Sørlie munu leiða messuna. sem fram fer á 4. norðurlandamálum.

 Ískórinn leiðir sönginn undir stjórn Gísla J. Grétarssonar.

 

Kaffi og spjall á eftir í safnaðarheimili kirkjunnar eftir messuna.

Íslenski, sænski og finnski söfnuðurnir í Noregi standa saman að þessari guðsþjonustu.

Athugið messutímann kl.11.

Verið hjartanlega velkomin!

Fjölskyldu messa

Messa fyrir alla fjölskylduna verður haldin sunnudaginn 3.september í  Nordberg kirkju kl.14.

Kirkjukaffi að messu lokinni. Fjölmennum og eigum saman góða og nærandi stund.

Fermingarfræðsla veturinn 2017 -2018

Skráning í fermingarfræðsluna fyrir veturinn 2017-18 er hafin.

Innritun fer fram hér á heimasíðurnni.

Fyrirkomulag fræðslunnar verður auglýst síðar og er skipulagt eftir búsetudreifingu barnanna. 

Fermingardagar fyrir 2018  á vegum íslensku kirkjunnar í Noregi:

Sunnudaginn 1. júlí kl. 11 í Seltjarnarneskirkju á Íslandi.

Mánudaginn 21.mai (annar í hvítasunnu) í Osló. Nordberg kirkja kl. 14.

Aðrar dagsetningar og staðsetningar í Noregi eftir samkomulagi við presta íslensku kirkjunnar.

Fermingarmessa á Íslandi

 

Fermingarmessa í Seltjarnarneskirkju 2.júlí kl.11:00.

 Prestar íslenska safnaðarins í Noregi, sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir og sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir, ferma börn sem eru búsett eru erlendis.

 Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða söngin.  Organisti er Glúmur Gylfason. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Ólafíustofa

Skrifstofa safnaðarins er lokuð í júlí vegna sumarleyfa. 

Hægt er að ná í  presta safnaðarins, sr. Ragnheiði Karítas Pétursdóttur á netfangið [email protected] og í sima 45455106

og sr.Lilju Kristínu Þorsteinsdóttur  á netfangið [email protected] og í síma 45638846.

Guð gefi ykkur gott og gjöfult sumar.

 

Menighetens kontor er stengt i juli pga sommerferie, men dere kan ta kanotakt med prestene på telefon eller Internet.

Sokneprest Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, [email protected] . Mobil 45455106.

Prest/kateket Lilja Kristin Þorsteinsdóttir, [email protected] . Mobil 45638846.

17.júní

 

 1. júní hátíðarhöld á vegjum íslenska safnaðarins í Noregi og Íslendingafélagsins í Osló.Hátíðarhöldin hefjast að þessu sinni við Korsvoll skole.
  Skrúðgangan fer þaðan kl. 13:30 og gengið verður að Nordberg kirkju.
  Þar mun Fjallkonan halda ávarp og Ískórinn syngur að því loknu undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar.
  Því næst verður stutt guðsþjónusta í kirkjunni áður en haldið verður áfram dagskránni á plani kirkjunnar.Meðal þess sem í boði verður er:

  Íslensk tónlist
  Veglegt kaffihlaðborð
  SS pylsur
  Íslenskt sælgæti
  Happdrætti með veglegum vinningum
  Andlitsmálun
  Hoppikastali
  Leikir með börnunum
  Börnunum býðst að fara á hestbak
  Óvæntar uppákomur

  Sjáumst í hátíðarskapi!

Messa 5.júni, á annan dag hvítasunnu

Fermingarmessa verður 5.júni, 2.hvítasunnudag kl.14:00, í Nordberg kirkju í Oslo.
Kirkjukaffið og sunnudagaskólinn verður á sínum stað. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Fermingarmessa í Sandefjord

Messa i Bugården kirkju í Sandefjord, sunnudaginn 21.mai kl.14:00.
Fermd verður Vigdís Stella Þorsteinsdóttir. Sönghópurinn Laffi tekur tekur lagið og leiðir messusöng og svör.

Kaffisopi að lokinni guðsþjónustu. Allir eru hjartanlega velkomnirt

Alþjóðleg messa kl.11:00

Alþjóðleg messa verður haldin í Nordberg kirkju sunnudaginn 21.mai kl.11:00

Þær þjóðir sem halda guðsþjónustur sínar í Nordberg kirkju koma saman og fagna fjölbreytileika kristinna safnaða. 

Messan fer að mestu leyti fram á ensku, en fyrirbænir og söngvar eru flutt á fjölda tungumála.  Meðal þáttakenda er sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir og Ískórinn undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar. Kristin Stang Meløe sóknarprestur leiðir stundina. Organisti er Ole Johannes Kosberg.  Tekið verður samskot sem mun ganga til “NMS”- Norsk missjon selskab.

Að lokinni messu er kirkjugestum boðið að þiggja kaffiveitingar sem eru að þessu sinni i umsjón afríska safnaðarins, Oromo.

VORFERÐ 60+

Fimmtudaginn 4.mai hittast 60 ára eldri í Ólafíustofu Pilestredet Park 20 í Osló.

 

 Fimmtudaginn 11.mai verður Vorferð.  Vorferðin er eins dags ferð i boði safnaðarins.  Mæting kl.9, en við leggjum af stað frá Ólafíustofu, Pilestredet Park 20 í Osló kl.9:15 . Við heimsækjum  Eiðsvoll bygginguna. Þar munum við fá leiðsögn um safnið og snæða léttan málsverð. Þá verður keyrt upp til dómkirkjurústanna í Hamar og þar verður stutt helgistund. Að Því loknu keyrum við í ca. 50.min. út i “óvissuna” ( leyndó) og snæðum middag áður en við höldum heim á leið til Oslo. ‘Aætlaður komutími er milli kl.19-20. Sjáumst hress og kát.