Ólafíustofa lokuð og viðburðir felldir niður.

Samkvæmt tilmælum frá norskum yfirvöldum munum við loka starfsstöð okkar í Oslo, Ólafíustofu, næstu tvær vikurnar (til 26. mars) og fella niður alla viðburði á vegum safnaðarins. Hægt verður að ná í prest og starfsmann í síma á venjulegum opnunartíma. Allar nánari upplýsingar eru hér til hliðar um síma og netföng.

Read More »

60+ hittingur fellur niður

Í ljósi aðstæðna og tilmæla frá yfirvöldum fellur niður hittingur 60+ hópsins þann 12.mars næstkomandi. Það verður því enginn formlegur hittingur á fimmtudaginn eins og áður var auglýst en að það er alltaf heitt á könnunni og kósýheit í Ólafíustofu á opnunartíma. Verið velkomin.

Read More »

Ævintýra- og ofurhetjudagur

Sunnudaginn 1.mars var haldinn ævintýra- og ofurhetjudagur fyrir stóra og smáa í sænsku Margareta kirkjunni.  Þar mættu til leiks og söngs allskonar ævintýrafígurur og ofurhetjur af ýmsum toga. Sungin voru lög úr kvikmyndum og ævintýrum og íslenski barnakórinn söng nokkur lög með góðum stuðningi þeirra sem mættir voru. Eftir krafmikla söngstund fóru gestir á milli […]

Read More »

Músík bingó í Osló

Á sunnudaginn kemur, 9. febrúar, munum við bjóða uppá tónlistarbingó með Sunnu bingó meistara. Bingóið fer fram í Markus menighetshus, Schwensens gate 15, og byrjar kl 16:00. Músikbingo er frábær skemmtun með samblöndu af músikquiz og bingo þar sem reynir bæði á þekkingu og heppni. Við munum bjóða uppá popp, gos, saft og kaffi. Skemmtilegir […]

Read More »

60+ Bíóhittingur

Fimmtudaginn 14. nóvember verður bíódagur hjá 60+ þar sem íslensk kvikmynd verður sýnd, boðið upp á heimalagaða pizzu og fleira góðgæti. Húsið opnar kl. 12 og lýkur þegar myndin er búin sem er um kl. 14. Verið hjartanlega velkomin í þennan hlýja og skemmtilega hóp!

Read More »