Taizé messa sunnudaginn 1. mars kl. 14

taizeTaize messa verður haldin næstkomandi sunnudag kl. 14 í Nordberg kirkju, Kringjsårenda 1 Ósló. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir og Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir sjá um messuna. Öll fermingarbörn á svæðinu er hvött til að koma tímanlega og aðstoða við messuna.

Ískórinn syngur fyrir kirkjugesti og Hjörleifur Valsson spilar á fiðluna.

Ruth og Leópold sjá um sunnudagaskólann fyrir börnin.

Íslendingafélagið í Ósló hefur umsjón með kaffi að messu lokinni sem er í boði safnaðarins.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Sr. Ása Laufey vígð til prestsþjónustu við söfnuðinn

11001742_10153077116610396_5057030024044858637_nHátíðleg stund var í Dómkirkjunni í Reykjavík sl. sunnudaginn þegar Ása Laufey Sæmundsdóttir guðfræðingur var vígð til prestsþjónustu við Íslenska söfnuðinn í Noregi. Ásamt henni var Anna Elísabet Gestsdóttir vígð til djáknaþjónustu í Útskálaprestakalli.
Vígsluvottar voru sr. Arna Grétarsdóttir, sr. Sigurður Jónsson, sr. Sveinn Valgeirsson, sr. Sigurður Grétar Sigurðsson sem lýsti vígslu ásamt djáknunum Margréti Gunnarsdóttur og Guðnýju Bjarnadóttur.Fulltrúar safnaðanna voru Kristjana Kjartansdóttir Útskálaprestakalli og Eygló Sigmundsdóttir frá íslenska söfnuðinum í Noregi. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígði.

VIð vígsluathöfnina voru einnig viðstödd fyrir hönd safnaðarins í Noregi þau Lilja Björk Þorsteinsdóttir ritari sóknarnefndar, Osvald Kratch og Hanna María Helgadóttir. Sr. Ása Laufey fékk rauða stólu í vígslugjöf frá söfnuðinum sem hún var skrýdd í vígslunni og sést bera á myndinni hér til hliðar.

Óskum þeim sr. Ásu Laufeyju og Önnu Elísabetu hjartanlega til hamingju með vígsluna og Guðs blessunar í lífi og starfi.

Ása Laufey vígð til prestsþjónustu

IMG_0003-224x300 (2)Ása Laufey Sæmundsdóttir guðfræðingur og fræðslufulltrúi safnaðarins verður vígð til prestsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík n.k sunnudag 22. febrúar kl.14. Sóknarnefnd Íslenska safnaðarins hefur kallað Ásu Laufeyju til að gegna hálfri prestsstöðu til að mæta vaxandi þjónustuþörf meðal Íslendinga í Noregi. Ása Laufey mun sem fyrr hafa umsjón með æskulýðsmálum safnaðarins. Athöfnin í Dómkirkjunni er öllum opin.

Tónleikar í Gömlu Aker kirkju 27. febrúar

I FLAGGETS FARGERFöstudaginn 27. febrúar kl. 19 mun kórinn Hymnodia frá Íslandi spila í Gömlu Aker kirkju í Osló. Kórinn Hymnodia hefur fengið mikið lof gagnrýnenda. Ekki láta þessa tónleika framhjá þér fara. Nánari upplýsingar um tónleikana og miðakaup má finna hér: http://folkemusikksenteret.ticketco.no/i_flaggets_farger-oslo/isl

Foreldramorgnar í Ólafíustofu á fimmtudögum

Foreldramorgnar í Ólafíusparent-child-handtofu vorið 2015

Foreldramorgnar eru á fimmtudögum frá kl 10-12 í Ólafíustofu við Pilestredet Park 20 (beint á móti Coop extra). Foreldramorgnar eru samverustundir fyrir foreldra og börn þeirra og hentar einkum þeim sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi. Markmiðið með foreldramorgnum er að efla félagsleg tengsl foreldra og barna þeirra í Osló og nágrenni. Stærra félagsnet kemur manni alltaf til góða og er styrkur inn í framtíðina fyrir þig og barnið þitt. Allir eru velkomnir í vinalegt umhverfi Ólafíustofu og boðið er upp á létta hressingu og fína aðstöðu fyrir börnin. Auðvelt er að fá bílastæði í nálægð við Ólafíustofu og stutt í samgöngur. Umsjón með foreldramorgnum hefur Unndís Ósk Gunnarsdóttir, grunnskólakennari.

 

19.febrúar –     Fyrsti hittingur ársins 2015. Opið hús, kaffi, kaka og kynning á starfi vorsins.

26.febrúar –     Opið hús, spjall og skemmtilegheit

5.mars –           Svefn barna – stutt kynning á bókinni Draumaland eftir Örnu Skúladóttir svefnráðgjafa á Landspítalanum.

12.mars –         Opið hús, spjall og skemmtilegheit.

19.mars –         Opið hús, spjall og skemmtilegheit

26. mars –        Göngutúr – hist fyrir framan Ólafíustofu og gengið í Frognerpark , góður leikvöllur fyrir eldri börnin og yndislegt umhverfi til að setjast niður með nesti og eiga samfélag.

Verið velkomin !

60 ára og eldri hittast fimmtudaginn 12. febrúar

islensk-kjotsupaFimmtudaginn 12. febrúar hittast 60 ára og eldri kl. 12.15 á skrifstofu Íslenska safnaðarins í Noregi í Pilestredet Park 20, í Osló.

Við hefjum stundina á kyrrðar- og bænastund, síðan borðum við hádegismat saman. Að þessu sinni verður boðið upp á íslenska kjötsúpu sem síðan er fylgt eftir með kaffi og konfekti. Arnar Michelsen, formaður sóknarnefndar íslenska safnaðarins í Noregi, ætlar að spjalla við okkur um samfélagsmiðla.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Ása Laufey og Osvald.

Hér má sjá dagsetningar fram í tímann: http://www.kirkjan.no/kirkjustarf/eldri-hopur/

Messa í Nordbergkirkju Osló, sunnudaginn 1. febrúar kl. 14.

februarmessaMessa verður sunnudaginn 1. febrúar kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir þjónar fyrir altari og Ása Laufey Sæmundsdóttir guðfræðingur og fræðslufulltrúi aðstoðar við helgihald ásamt fermingarbörnum. Ískórinn syngur að venju undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Organisti er Ole Johannes. Sunnudagaskólinn er á sínum stað á meðan á messu stendur og kirkjukaffi og spjall á eftir í umsjá Íslendingafélagsins í Ósló.

Verið hjartanlega velkomin til messu.

Leiksýningin Hafdís og Klemmi og leyndardómar háaloftsins á leið til Noregs

HafdisKlemmi_netutgafaLeiksýningin, Hafdís og Klemmi og leyndardómar háaloftsins, undir leikstjórn Þorleifs Einarssonar, er á leið til Noregs í boði Íslenska safnaðarins í Noregi. Hafdís og Klemmi eru skemmtilegir krakkar sem rata í ýmis ævintýri sem gaman er að fylgjast með.

Leiksýningin verður sýnd á eftirfarandi stöðum:

Kristiansand, laugardaginn 17. janúar kl. 16 í Hellemyr menighet, Bydalsveien 19, 4628 Kristiansand S

Osló, sunnudaginn 18. janúar kl. 14 í Nordberg kirkju ,Kringsjågrenda 1, 0861 Oslo

Bergen, laugardaginn 24. janúar kl. 14.30 í Fana Kulturhus i Nesttun, Østre Nesttunvegen 18

Stavanger, sunnudaginn 25. janúar kl. 14 í Høyland Meningsetshus, 4307 Sandnes.

Við hlökkum til að sjá  ykkur !

 

Hangikjötsveisla fyrir 60 ára og eldri 11. janúar

img_2612Sunnudaginn 11. janúar klukkan 16:00 verður árleg hangikjötsveisla fyrir 60 ára og eldri haldin á vegum Íslenska safnaðarins í Noregi. Að þessu sinni hittumst við í Antennaveien 40, Lambertseter Ósló. (Þar sem skötuveislan hefur verið áður)

Það má gera ráð fyrir góðri stemningu og boðið verður upp á íslenskt hangikjöt og viðeigandi meðlæti.

Allir 60 ára og eldri hjartanlega velkomnir.

Við hlökkum til að sjá ykkur,

Ása Laufey, Osvald og Einar.

Hátíðarmessa 2. jóladag í Nordbergkirkju í Ósló kl.14

imagesHátíðarmessa verður annann jóladag (26.desember) í Nordbergkirkju í Ósló kl. 14.  Ískórinn leiðir söng og messusvör undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Margrét Brynjarsdóttir syngur einsöng og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Minerva Hjörleifsdóttir 10 ára leikur á selló. Organisti er Ole Johannes Kosberg. Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Hrefnu og Heiðrúnar.  Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Jólaball og kirkjukaffi eftir messuna í umsjá Íslendingafélagsins. Jólasveinn kemur í heimsókn með góðgæti frá Íslandi og dansað verður í kring um jólatréð.  Verið öll hjartanlega velkomin til jólahátíðar í kirkjunni.